Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2009 10:02

Hross og fólk verði merkt

Skelkaður vegfarandi hafði samband við lögregluna í Borgarfirði og Dölum í vikunni sem leið og vildi vekja athygli lögreglu á því að menn hefðu á dögunum verið að reka hross í myrkri meðfram Snæfellsvegi vestan við Hítará. Var hann nálægt því að aka á eitt hrossana þegar það hljóp meðfram bifreið hans.  Kvaðst maðurinn hafa verið á leið vestur, séð hvíta pallbifreið úti í kanti og því hægt ferðina. Skyndilega hefði dökkt hross hlaupið fram með bifreið hans og maður hlaupandi nokkuð á eftir. Ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð nein endurskinsmerki, hvorki á mönnum né hrossum og vildi hann meina að þarna hafi verið um stórhættulegan rekstur að ræða í kolniðamyrkri og það á eða við fjölfarinn veg. Að sögn lögreglu eru víða í verslunum til margs konar endurskinsmerki, má m.a. má nefna apótekið í Borgarnesi, verslunina Knapann og KB. Þar má fá endurskinsvesti á knapa og aðra vegfarendur, endurskinsmerki á hross og aukin heldur sérstök endurskinsvesti sérsniðin á hunda.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is