Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2009 11:41

Átta erlendar konur ljúka námskeiði

Um síðustu helgi fór fram útskrift í Átthagastofunni í Ólafsvík af námskeiði sem Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi stóð fyrir og nefndist Efling erlendra kvenna. Þar útskrifuðust átta konur frá sex löndum, þ.e. Bosníu, Póllandi, Filippseyjum, Þýskalandi, Thailandi og Brasílíu. Barbara Fleckinger sem stjórnaði námskeiðinu segir markmiðið fyrst og fremst að byggja upp sjálfstraust kvennanna, rjúfa félagslega einangrun þeirra og veita þeim ýmsar gagnlegar upplýsingar. „Við fórum með þeim í starfsráðgjöf, hvernig ætti að undirbúa sig fyrir viðtöl vegna starfsumsókna, hvernig ætti að gera ferilsskrá og þeim var kennt að tjá sig. Ég get nefnt sem dæmi að þegar við fjölluðum um sjálfstraustið settum við upp spurningarnar: Hver var ég þegar ég fór frá mínu landi? Og hver er ég núna? Þá kom auðvitað í ljós að þeim gagnaðist ekki lengur tungumál sitt og jafnvel ekki menntun.

Svo kynntum við fyrir þeim ýmis félög sem starfandi eru á Snæfellsnesi og ítrekuðum að þeim er alltaf velkomin þátttaka í þeim.”

 

Barbara segir konurnar allar búa á Snæfellsnesi en þær hafi búið misjafnlega lengi á Íslandi eða allt frá einu ári og upp í nítján ár. „Oftast er það nú svo að þær hafa komið hingað og bara ætlað að stoppa stutt við vinnu og fara svo aftur. Svo kynnast þær kannski mönnum, eignast börn eða eitthvað annað verður þess valdandi að þær snúa ekki aftur. Ég og þessar konur vorum sammála um eitt og það er að íslenskan er grundvöllurinn fyrir því að einangrast ekki í landinu. Þess vegna ætlum við allar að leggja okkur fram um að læra betri íslensku,” sagði Barbara. Hún segir útskriftina hafa verið skemmtilega því konurnar hafi allar komið með uppáhaldsmatinn frá sínu heimalandi auk þess sem boðið hafi verið upp á tónlist.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is