28. október. 2009 01:03
Nemendur og kennarar Fjölbrautaskóla Vesturlands voru á sal í gærmorgun, enda var boðið upp á fjölþjóðlega skemmtun, afrakstur verkefnis sem FVA hefur tekið þátt í síðasta árið ásamt framhaldsskólum í sex öðrum Evrópulöndum. Verkefnið byggðist á leikrænum uppfærslum og var sýningin í skólanum fjölbreytileg. Hún stóð yfir í klukkustund og boðið var upp á leiksýningar, dans, tónlist og kvikmyndasýningu. Þau sex lönd sem taka þátt í verkefninu auk Íslands eru Svíþjóð, Austurríki, Eistland, Spánn, Tékkland og Ungverjaland. Búið var að halda sýningu á svipuðum nótum í öllum þátttökulöndunum. Var þetta því lokasýningin í verkefninu, sem var eitt af mörgum sem skólar í Evrópu hafa notið styrks til frá Evrópusambandinu.
Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.