Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2009 07:05

Ævisaga Snorra Sturlusonar kemur út í dag

Óskar Guðmundsson.
Snorri, ævisaga sagnaritarans Snorra Sturlusonar - kemur út í dag, fimmtudag. Þetta er fyrsta heildstæða ævisagan um Snorra, sem uppi var á árunum 1179 til 1241, en hann setti meira mark á Íslandssöguna og menningarsögu Vestur-Evrópu en flestir aðrir einstaklingar.  Höfundurinn, Óskar Guðmundsson fræðimaður og rithöfundur í Reykholti, hefur dregið saman fróðleik og bundið í frásögn örlagasögu, sem margir kannast við en fáir þekkja til hlítar. Í bókinni er sagt frá vígamönnum og vopnaskaki, hefðarfólki og alþýðu, guðsmönnum og gróðapungum, konungum og kotungum, að því er segir í frétt frá JPV-útgáfu sem gefur bókina út. Óskar Guðmundsson hefur í hálfan annan áratug unnið sem sjálfstætt starfandi fræðimaður og komið að útgáfu fjölda verka sem ritstjóri og höfundur.

 

 

 

Í tilefni af útgáfu bókarinnar flytur höfundurinn erindi á vegum Snorrastofu í Safnaskálanum að Görðum á Akranesi í kvöld undir heitinu „Ástir í Görðum- og Snorri Sturluson.” Á morgun, föstudagskvöldið 30. október verður svo útgáfufagnaður vegna bókarinnar í Snorrastofu í Reykholti undir heitinu „Út vil ek.”

Óskar segist hafa byrjað að viða að sér efni í bókina fyrir um 10 árum. „Ég er reyndar búinn að vera í þessum miðaldarannsóknum nokkuð lengi. Þetta byrjaði eiginlega á því að ég skrifaði um miðaldir í bókaröðinni um aldirnar. Síðustu þrjú árin hefur svo ritun þessarar ævisögu verið fullt starf hjá mér.” Óskar segir tengingu Snorra við Garða á Akranesi vera þá að þar hafi móðir Snorra, Guðný Böðvarsdóttir fæðst og bróðir hennar Þórður Böðvarsson hafi búið í Görðum alla tíð. „Hann lenti þar í ástarævintýri sem hjálpaði til við valdabaráttu Snorra seinna meir,” segir Óskar sem sjálfur hefur síðustu sex árin verið búsettur á söguslóðum Snorra í Reykholti. Hann hvetur fólk til að mæta að Görðum í kvöld og í Snorrastofu í Reykholti annað kvöld, enda öllum opið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is