Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2009 03:02

Breyta reglum um vigtun og skráningu sjávarafla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið kynnti í gær drög að nýrri reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Þær áformuðu breytingar eru tvíþættar. “Annars vegar er heimild til vigtunar á afla íslenskra skipa á markaði erlendis felld niður.  Hins vegar er reglum um úrtaksvigtun afla breytt þannig að gert er ráð fyrir að endurvigtunarleyfishafar geti framvegis valið á milli tveggja mismunandi leiða við úrtaksvigtun. Vigtunarleyfishafar mega þá velja hvort þeir framkvæmi úrtaksvigtun á sama hátt og verið hefur um árabil eða hvort þeir velji nýja leið sem felur í sér verulega fækkun á fjölda kara sem tekin eru í úrtak, enda hafi hvert kar verið brúttóvigtað af vigtunarleyfishafa,” segir í frétt frá ráðuneytinu. 

Þá segir að í ljósi þess að nú eru fyrirhugaðar breytingar á reglum um vigtun og þess að þegar hafa verið gerðar nokkrar breytingar á reglugerð nr. 224/2006, um vigtun og skráningu sjávarafla þykir heppilegt að gefa reglugerðina út á ný. Samhliða þessu mun auglýsing um lágmarksúrtak við úrtaksvigtun verða gefin út að nýju. Stefnt er að því að nýjar reglur taki gildi 1. febrúar 2010 og vill ráðuneytið gefa aðilum kost á að koma með ábendingar og athugasemdir við drög þessi. Þess er óskað að þær berist ráðuneytinu eigi síðar en 12. nóvember n.k.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is