29. október. 2009 09:57
Snæfell tapaði með ellefu stiga mun fyrir Grindavík í efstu deild kvenna í körfuboltanum í gær. Framan af leik höfðu Snæfellsstúlkur undirtökin í leiknum en undir lok fyrsta leikhluta voru Grindavíkurstúlkur farnar að láta til sín taka en Snæfell leiddi þó með eins stigs mun; 14-13 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta jókst skriðið á Grindavíkurstúlkum án þess að Snæfellsstúlkur ættu nein svör og staða orðin 14-30 Grindavík í vil eftir leikhlutann og verður það að teljast daprasti leikhluti liðsins fyrr og síðar. Snæfell átti svo erfitt uppdráttar í þriðja hluta en Grindavík komst í yfir 20 stiga forystu og að þriðja leikhluta loknum var staðan orðin 44-63 fyrir Grindavík. Snæfell byrjaði fjórða leikhluta með því að herða vörnina en skotin voru ekki að detta niður hjá stúlkunum þótt þær sýndu klærnar. Grindavík hélt sínu en mjög lítið skor var í fjórða hluta. Berglind fór út af með 5 villur hjá Snæfelli en hún hafði verið sprækust þeirra í leiknum. Snæfellstúlkur minnkuðu muninn niður í 11 stig undir lokin en biðu lægri hlut 62-73.