Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2009 09:57

Snæfellsstúlkur töpuðu fyrir Grindavík

Snæfell tapaði með ellefu stiga mun fyrir Grindavík í efstu deild kvenna í körfuboltanum í gær. Framan af leik höfðu Snæfellsstúlkur undirtökin í leiknum en undir lok fyrsta leikhluta voru Grindavíkurstúlkur farnar að láta til sín taka en Snæfell leiddi þó með eins stigs mun; 14-13 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta jókst skriðið á Grindavíkurstúlkum án þess að Snæfellsstúlkur ættu nein svör og staða orðin 14-30 Grindavík í vil eftir leikhlutann og verður það að teljast daprasti leikhluti liðsins fyrr og síðar. Snæfell átti svo erfitt uppdráttar í þriðja hluta en Grindavík komst í yfir 20 stiga forystu og að þriðja leikhluta loknum var staðan orðin 44-63 fyrir Grindavík. Snæfell byrjaði fjórða leikhluta með því að herða vörnina en skotin voru ekki að detta niður hjá stúlkunum þótt þær sýndu klærnar. Grindavík hélt sínu en mjög lítið skor var í fjórða hluta. Berglind fór út af með 5 villur hjá Snæfelli en hún hafði verið sprækust þeirra í leiknum. Snæfellstúlkur minnkuðu muninn niður í  11 stig undir lokin en biðu lægri hlut 62-73.

 

 

Hjá Snæfelli var Kristen Green stigahæst með 22 stig og Berglind Gunnars með 20 stig. Hjá Grindavík var Michele DeVault með 33 stig og 9 fráköst langbest á vellinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is