Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2009 10:05

Fleiri náms- og starfsráðgjafar virkjaðir

Frá undirritun samningsins.
Í fyrradag var undirritaður samningur milli Vinnumálastofnunar, KVASIS, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnuleitendur. Á vegum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva starfa náms- og starfsráðgjafar, sem munu með þessum samningi taka þátt í að ná til atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hvetja þá til virkni. Atvinnuleysi er nú yfir 7% á landsvísu, en mismunandi eftir svæðum. Mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Markmiðið með samningnum er fyrst og fremst að ná til þess stóra hóps sem er án framhaldsskólamenntunar og hefur verið lengst á atvinnuleysisskrá. Þeir sem hafa eingöngu grunnskólapróf, sem síðustu prófgráðu eru um 30% fólks á vinnumarkaði, en yfir 50% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá.

Sami hópur er einnig stærstur af þeim sem eru langtímaatvinnulausir . Það er þekkt staðreynd að langtímaatvinnuleysi getur haft varanleg áhrif á andlegt ástand og atvinnuhæfni fólks.

 

Í tilkynningu frá samningsaðilum kemur fram að þörfin fyrir náms- og starfsráðgjöf hefur aukist mjög mikið án þess að fjárveitingar hafi aukist í sama mæli til að mæta ráðgjafaþörfinni á vegum Vinnumálastofnunar. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur á grundvelli samnings ASÍ og SA við menntamálaráðuneytið greitt fyrir náms- og starfsráðgjöf hjá símenntunarmiðstöðvum. Umfang þess starfs er um sjö föst stöðugildi náms- og starfsráðgjafa á 10 fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um allt land.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is