Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2009 11:31

Hólmarar óttast fækkun opinberra starfa

„Hætt er við að áralöng vinna við eflingu atvinnulífsins á landsbyggðinni með fjölgun opinberra starfa utan höfuðborgarsvæðisins sé stefnt í hættu með fyrirhuguðum aðgerðum ríkisvaldsins,“ segir bæjarstjórn Stykkishólms í ályktun sem gerð var á fundi sl. þriðjudag. Bæjarstjórn Stykkishólms óttast fækkun opinberra starfa sem eru hátt hlutfall af heildarstörfum í bæjarfélaginu. Hætta steðji nú að þegar ríkisstjórn Íslands geri miklar kröfur um flatan niðurskurð í rekstri. Samhliða hugmyndum og kröfum um sameiningu fyrirtækja og stofnana með það að markmiði að ná fram enn frekari sparnaði. Bæjarstjórn Stykkishólms tekur undir nýlega ályktun nágranna sinna í Grundarfirði að sameiningar af þessu tagi bitna fyrst og fremst á fámennum stofnunum á landsbyggðinni. Hætta sé á að aukin miðstýring og fjarlægð frá vinnustöðvum verði til þess að störf sogist til Reykjavíkur að nýju. 

„Bæjarstjórn fullyrðir að rekstur opinberra starfa á landsbyggðinni sé í alla staði hagkvæmari en sambærilegra starfa á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda er húsnæðiskostnaður á landsbyggðinni lægri en á höfuðborgarsvæðinu, launakostnaður lægri og viðvera starfsfólks meiri. Bæjarstjórn skorar á ríkisstjórn að hleypa styrkari stoðum undir opinber störf á landsbyggðinni m.a. með frekari flutningi verkefna til stofnana og fyrirtækja ríkisins sem nú þegar eru starfandi utan höfuðborgarsvæðisins.“

Í lok ályktunar hvetur bæjarstjórn Stykkishólms alla forstöðumenn og starfsmenn fyrirtækja og stofnana sem heyra undir hið opinbera að vera á varðbergi gagnvart öllum hugmyndum um fækkun starfsmanna viðkomandi fyrirtækja og stofnana á landsbyggðinni. Um leið og bæjarstjórnin skorar á ríkisstjórnina að hafa sanngirni að leiðarljósi býðst hún til viðræðna um leiðir til eflingar landsbyggðarinnar. Sanngirni ríkisstjórnar verði að minnsta kosti þannig að hlutfallsleg fækkun opinberra starfa á landsbyggðinni verði ekki umfram fækkun opinberra starfa á höfuðborgarsvæðinu miðað við íbúafjölda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is