Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2009 10:02

Hlutfallslega fleiri börn veikjast

Langflest inflúensutilfelli hérlendis, undanfarna daga og vikur, greinast hjá börnum á aldrinum 0-9 ára. Þetta er marktæk breyting frá því í júlí og ágúst, þegar flestir sem veiktust voru á aldrinum 15-30 ára. Þetta kom fram í tilkynningu frá landlæknisembættinu fyrir helgi. Þar segir að á sama tíma og inflúensan leggist hlutfallslega meira á börn en áður fækki veikindatilfellum í aldurshópnum 15-30 ára. Fjarvistaskráning grunnskólanemenda í Mentor staðfestir sömuleiðis þessa fjölgun tilfella hjá börnum. Fjarvistum nemenda í grunnskólum landsins fjölgaði mjög í október. Ákveðnar vísbendingar eru nú um að inflúensufaraldurinn hefði mögulega náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og víðar. Annars staðar á landsbyggðinni er ástandið sagt svipað og var í næstsíðustu viku en á stöku stað er faraldurinn hins vegar í sókn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is