Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2009 11:32

Fundað um framtíðaráætlun í skógræktarmálum

Þessa dagana er ráðherraskipuð nefnd um skógræktarmál að skila af sér skýrslu um stöðu skógræktarverkefna í landinu. Ætlunin er að nýta skýrsluna til gerðar framvarps á Alþingi sem innihaldi áætlun um skóræktarverkefnin og reglubundin framlög frá ríkinu til þeirra. Rætt hefur verið um að sú áætlun nái að minnsta kosti til næstu tíu ára. Í síðustu viku fundaði þessi ráðherraskipaða nefnd á Hvanneyri með stjórn og starfsmönnum Vesturlandsskóga og stjórn Félags skógarbænda á Vesturlandi.  Það er Jón Birgir Jónsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu og fyrrum starfsmaður Vegagerðarinnar sem stýrði nefndinni sem skipuð var af Einari Kr. Guðfinnssyni fyrrverandi landbúnaðarráðherra.

Sigvaldi Ásgeirsson framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga segir að þessi fundur hafi á margan hátt verið gagnlegur. Að sínu mati hafi nefndin líka starfað vel undir forsæti Jóns Birgis.

 

Landshlutaverkefnin áttu sinn fulltrúa í nefndinni sem var Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga.

Aðspurður sagði Sigvaldi að vissulega hafi fólk áhyggjur af því að fjárveitingar yrðu skornar niður til mála eins og skógræktarmála og slíkt lægi þegar fyrir í fjárlagafrumvarpi. Þar eru Vesturlandsskógar skertir um 6% frá framlagi þessa árs, sem væri heldur meira en hin landshlutaverkefnin. „Við erum náttúrlega ekki sáttir með það og vitum ekki af hverju það er. Hér eru bændur viljugri til að láta land undir skógrækt en víða annarsstaðar. Við teljum okkur því hafa betri möguleika til að bæta í og auka við verkefnin en á mörgum öðrum svæðum á landinu,“ segir Sigvaldi Ásgeirsson.

 

Á myndinni eru fundarmenn saman komnir undir húsvegg á Hvanneyri.  Ljósm. Guðmundur Sig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is