Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2009 01:02

Íbúar óttast áhrif sparnaðartillagna í fræðslumálum

Hluti íbúa á fundinum í gærkvöldi.
Þessa dagana fara fram íbúafundir í Borgarbyggð þar sem umræðuefnið er sparnaður í fræðslumálum. Fundirnir verða alls fjórir, sá fyrsti var í gærkvöldi í Borgarnesi, í kvöld verður fundur í Lindartungu, annaðkvöld á Þinghamri og á fimmtudagskvöldið í Brún. Allir fundirnir hefjast klukkan 20:30. Á þeim er kynnt skýrsla vinnuhóps um hagræðingu í skólamálum í sveitarfélaginu. Fyrirkomulag fundanna er með þeim hætti að í upphafi fer Páll S Brynjarsson sveitarstjóri yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, Finnbogi Rögnvaldsson sveitarstjórnarmaður kynnir meginatriði skýrslu vinnuhópsins en eftir það er opnað fyrir umræður.  Blaðamaður Skessuhorns var viðstaddur fyrsta fundinn, sem fram fór í menntaskóla- og menningarhúsinu í Borgarnesi. Þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt sé að Borgarnes sé eini staðurinn í sveitarfélaginu sem örugglega verður áfram rekinn grunnskóli, sama hvaða sparnarleið verður farin, þá mættu á þriðja hundrað íbúa á fundinn. Greinilegt var að fyrirhugaður sparnaður leggst illa í íbúa og voru margir sem kváðu sér hljóðs og lýstu áhyggjum sínum með framtíð skólamála og óttuðust að gengið yrði svo langt að gæði skólastarfs myndu skaðast.

Miðað við áætlanir um enn frekari samdrátt í tekjum sveitarfélagsins gerir sveitarstjóri ráð fyrir að á næsta ári verði ekkert veltufé eftir frá rekstri. Það þýðir að u.þ.b. 150 milljónir króna vantar í auknar tekjur eða/og minni kostnað. Telja menn útilokað að sá sparnaður náist nema með sparnaði í fræðslumálum.

 

Ítarlega er fjallað um fundinn í Borgarnesi í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is