Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2009 08:02

Sögur prestfrúa í landinu

Öll þau klukknaköll er heiti bókar sem nýlega kom út frá Vestfirska forlaginu. Hefur hún að geyma frásagnir 25 prestakvenna í landinu. Veg og vanda að útgáfu bókarinnar hafði séra Ágúst Sigurðsson ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Láru Ágeirsdóttur og Önnu Sigurkarlsdóttur.  Í tilkynningu frá Vestfirska forlaginu segir að hætt sé við að mörg störf prestanna hefðu hvorki orðið svipur ná sjón í aldanna rás, ef þeir hefðu ekki haft við hlið sér konur sem var oft þeirra haldreipi. „Nokkrar prestkvennanna áttu langan starfsferil söngstjóra og organista. Margar sungu í kirkjukórum og héldu utan um söngflokkinn, sáu um barnastarfið, báru fram messukaffi og sáum um aðrar móttökur á prestheimilinu, sem oftar en ekki var félagsleg miðstöð sveitarinnar,“ segir séra Ágúst meðal annars í inngangi bókarinnar.

Aftan á kápu er vitnað í einn kafla í bókinni. Þar segir: Þá var séra Bjarni aldinn að árum, en andinn í fullu fjöri eins og venjulega og fuku hjá honum gamanyrðin. Allt í einu segir hann eitthvað á þessa leið: „Þegar ég er allur og farið verður að tala yfir mér, þá verður ekki talað um mig. Þá verður talað um Áslaugu og sagt: Hvað hefði hann séra Bjarni verið án Áslaugar? Hún stóð við hlið hans í öllu hans stafi og hún var svo dugleg að spila.“

 

Þetta var sagt í gamansömum tón. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ég held þetta hafi verið fegursti vitnisburðurinn, sem eiginmaður gat gefið konu sinni, eftir hálfrar aldar sambúð.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is