Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2009 03:03

Ekki fallið niður dagur vegna hráefnisskorts í 18 ár

Þegar blaðamaður Skessuhorns leit við í heimsókn í Fiskiðjuna Bylgju í Ólafsvík í vikunni sem leið varð fyrirsögnin á greininni eiginlega til um leið og hann kom inn á kaffistofu fyrirtæksins og hitti þar einn starfsmanninn: „Við státum gjarnan af því fyrir hönd fyrirtækisins að hér hefur ekki fallið niður vinna einn dag til fjölda ára.“ Baldvin Leifur Ívarsson framkvæmdastjóri Bylgju staðfesti þetta við blaðamann. „Það er alveg frá árinu 1991 eða í 18 ár, nema á þeim tímum sem við höfum ákveðið að fara í frí og tekið hlé frá vinnslu, svo sem yfir sumarleyfistímann.“ Baldvin Leifur segir að vissulega hafi þó gengið á ýmsu í rekstri fyrirtækisins.  „Við þekkjum allan pakkann. Þetta hefur gengið í sveiflum eins og gjarnan í sjávarútveginum. Það hafa verið góðir tímar og svo tímar inn á milli þar sem hættan hefur verið á að magasár og viðlíka kvillar gerðu vart við sig,“ segir Baldvin Leifur sem stýrt hefur Fiskiðjunni Bylgju í rúm 20 ár.

Frá þeim tíma hefur fyrirtækið einvörðungu treyst á hráefni af fiskmörkuðum. Og það er ekki yfirbyggingin sem er að sliga Bylgju. Þar vinna rúmlega 45 manns á gólfinu og aðeins tveir á skrifstofunni, þar með talinn framkvæmdastjórinn.

 

Sjá viðtal við Baldvin Leif og annað starfsfólk í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is