Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2009 04:03

Tilviljun að hún fór að þýða bækur

Hún situr við tölvuna á heimili sínu í gamla læknishúsinu í Borgarnesi sjötíu og sex ára gömul og önnum kafin við að þýða norskan reifara yfir á íslensku. Þýðingar hefur Kristín Thorlacius stundað í hartnær hálfa öld og er enn að. Hún segir að sér finnist ágætt að þýða svona tíu síður á dag en bækurnar sem hún hefur þýtt í gegnum tíðina eru af ýmsum toga og hún segir þær milli þrjátíu og fjörutíu talsins. “Ég byrja á morgnana þegar ég er búin að drekka kaffi og lesa Moggann. Ég er síðan við þetta svona 5-6 tíma á dag.” Kristín hefur nóg að gera og segir ágætt að sitja við þýðingar þegar aðrir í húsinu fari til sinna starfa að morgni og hún sé ein heima. Hún var prestsfrú í áratugi og hafði í nógu að snúast með stóra fjölskyldu. Maður hennar var séra Rögnvaldur Finnbogason, sem lengst af var sóknarprestur á Staðarstað á Snæfellsnesi, en hann lést árið 1995. Þau hjón bjuggu víða um land áður en leiðin lá að Staðarstað og alltaf hafði Kristín þýðingarnar sem aukastarf.

Sjá viðtal við Kristínu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is