Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2009 02:02

Yfirsetupörin áttu besta skor kvöldsins

Aðaltvímenningur Briddsfélags Borgarfjarðar hófst mánudaginn 26. október með þátttöku 21 spilapars. Þátttakendur koma frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði og Borgarfirði. Miðað við úrslit eftir fyrstu tvö kvöldin er allsendis ómögulegt að spá fyrir um hvar á Vesturlandi verðlaunin munu lenda. Að loknu fyrsta kvöldi leiddu keppnina, með nokkrum yfirburðum, þeir Stefán Kalmansson á Bifröst og Sigurður Már Einarsson í Borgarnesi með 65,7% skor. Þeir gáfu aðeins eftir annað kvöldið og höfðu sætaskipti við félagana Gísla Ólafsson og Guðna Hallgrímsson úr Grundarfirði sem voru í þriðja sæti eftir fyrsta kvöld. Nú á mánudaginn vakti það athygli að Gísli og Guðni lyftu sér upp á toppinn án þess að mæta á staðinn!  Yfirsetan hverju sinni spilaði fyrir þá Gísla og Guðna svo að sex pör sáu til þess að þeir verma nú toppsætið. Kunna þeir Borgfirðingum vafalaust bestu þakkir fyrir. Heimamenn skora hins vegar á þá að koma með stóran konfektkassa með kaffinu næsta mánudag í þakklætisskyni.

Áðurnefnd yfirsetupör í förföllum Grundfirðinga skiluðu bestum árangri kvöldsins svo líklega hafa menn verið afslappaðri þegar þeir voru ekki að spila fyrir eigin skori.

 

Þá er rétt að nefna að nú koma öll spil og úrslit inn á bridge.is. Þar þarf að velja félög og Bridgefélag Borgarfjarðar er á Vesturlandssvæðinu.

 

Eftir tvö kvöld af sjö er staða tíu efstu para þessi:

 

1 Gísli - Guðni 58,2 

2 Sveinn - Guðmundur  57,8 

3. Stefán - Sigurður 57,6

4. Þórhallur - Brynjólfur 54,9 

5. Dóra - Rúnar  54,4 

6. Guðmundur - Ásgeir   54,2 

7. Kristján - Lárus  53,5 

8. Davíð - Sigga 51,3 

9. Egill - Sindri 51,1 

10. Kristján - Anna  50,6 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is