Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2009 01:02

Allt að 336 prósenta munur á húshitunarkostnaði

Á ársfundi Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum var haldinn fyrir skömmu. Þar var fjallað um þann mikla mun sem orðinn er á kostnaði við húshitun milli þeirra svæða sem búa við hitaveitur og þeirra „köldu svæða“ þar sem rafmagn er enn notað við húshitun. Mikil hækkun hefur orðið á raforkuverði til húshitunar frá árinu 2005 og aldrei sem á þessu ári, en hækkun sem af er árinu nemur 20%. Þar að auki hefur kostnaður vegna flutnings hækkað mjög mikið.  Munur á kyndingarkostnaði getur numið allt að 336% milli dreifbýlis sem Rafmagnsveitur ríkisins þjónusta og ódýrustu hitaveitusvæðanna. Ársfundarfulltrúar töldu þetta hrópandi óréttlæti sem þegar þyrfti að leiðrétta og skoruðu því á á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir auknum niðurgreiðslum hitunarkostnaðar með raforku, þannig að kostnaður þeirra sem nota raforku til húshitunar verði ekki meiri en hjá notendum „meðaldýrra“ hitaveitna.

Átak verði gert í jarðhitaleit

Formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum er Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Hann segir að fjallað hafi verið um skýrslu vinnuhóps iðnaðarráðherra frá júní 2007 á fundinum en hún greinir frá ávinningi og aðgerðum stjórnvalda til að lækka kostnað við hitun íbúðarhúsnæðis.  “Þar kemur m.a. fram að öflug jarðhitaleit er forsenda þess að auka hlut jarðhita í húshitun og til lengri tíma litið lækkar það niðurgreiðsluþörfina. Þá kemur fram í skýrslunni að ný tækni og ör þróun í efnisgerð getur leitt til þess að borun og lagning hitaveitu getur verið hagkvæm lausn á þeim stöðum sem áður var ekki talið hagkvæmt að nýta jarðvarma til húshitunar. Við skoruðum því á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að fjármagn verði tryggt á fjárlögum 2010 til jarðhitaleitarátaks.”

 

Könnuð verði hagkvæmni varmadæla

Á fundinum var einnig fjallað um orkusparandi aðgerðir og skorað var á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að nægjanlegt fjármagn verði tryggt á fjárlögum 2010 til orkusparandi aðgerða.

„Íslendingar hafa á undanförnum áratugum einblínt á hitaveitur og rafmagnstúpur til að hita upp híbýli sín. En til eru fleiri leiðir sem hafa verið notaðar í öðrum löndum eins og t.d. varmadælur. Ljóst er að möguleikar eru fyrir hendi að nota jarðvarma úr borholum sem ekki hafa gefið nægan hita til að setja af stað hitaveitur. Kanna þarf hvar þessar holur eru og þá möguleika að setja upp varmadælur sem nýta þann hita sem fyrir er. Ljóst er að búið er að fjárfesta í borunum og því afar mikilvægt að kanna það til fullnustu hvort ekki megi nýta þessa fjárfestingu sem þegar er búið að leggja í. Auk þessa er hægt að setja upp annars konar varmadælur sem eru svokallaðar loft-varmadælur. Nú þegar eru hafnar tilraunir á vegum Orkuseturs með notkun slíkra varmadælna og því nauðsynlegt að áfram verði veittir fjármunir til að kanna hagkvæmni þess að nota slíkan búnað,“ segir í greinargerð með áskoruninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is