Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2009 04:02

Tvær tilnefningar til umhverfisverðlauna á Vesturland

Alls bárust 27 tilnefningar til umhverfisverðlauna Ferðamálstofu fyrir þetta ár en frestur til að senda inn tilnefningar rann út í lok október. Tilkynnt verður um verðlaunahafann 19. nóvember næstkomandi.  Tilgangur verðlaunanna er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Þau geti með því orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra að huga betur að umhverfi og náttúru og styrkja þannig framtíð greinarinnar. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 1995.   Athygli vekur að einungis tvö af þeim 27 fyrirtækjum sem fengu tilnefningu til verðlaunanna eru af Vesturlandi. Þetta eru annars vegar verkefnið “Sjálfbært Snæfellsnes” en að því stendur Framkvæmdaráð Snæfellsness sem Þjóðgarðurinn og fimm sveitarfélög standa að. Hins vegar var það Ferðaþjónustan Bjarteyjarsandi sem hlaut tilnefningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is