Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2009 09:02

Í djúpum skít á gangstéttum Akraness

Eins og glögglega má sjá er þegar búið að ganga ofan í viðbjóðinn.
Hundaskítsfárið á gangstéttum Akraness tekur á sig ýmsar myndir og ekkert lát er á þessum ófögnuði. Einhver hundaeigandinn virðist hafa haft fyrir því að láta skítinn frá hundi sínum í poka en síðan skilið götóttan pokann eftir á gangstéttinni á mótum Merkigerðis og Kirkjubrautar. „Þetta er ógeðslegt og ég snerti ekki á þessu,” segir Brimrún Vilbergsdóttir sem býr í húsinu Nesi sem stendur á umræddri hornlóð. „Þetta er orðið þannig að þegar maður gengur þennan spöl sem er héðan og í Einarsbúð þá þýðir ekkert að horfa upp og virða fyrir sér útsýnið eða fjallasýnina. Maður verður að horfa niður fyrir tærnar á sér annars er maður í djúpum skít fyrr en varir,” segir hún.

 

 

Meðan blaðamaður Skessuhorns tók mynd af hundaskítnum á gangstéttinni höfðu vegfarendur orð á því að þessi ófögnuður væri nánast um allt í bænum. „Ég hef séð hundaeigendur fara á bak við hús hjá mér við Kirkjubrautina og bíða meðan hundurinn skítur og skilja svo herlegheitin eftir,” sagði einn íbúi neðar við götuna. Brimrún segir svona sóðaskap angra alla bæjarbúa og þetta komi ekki einungis niður á trössunum í hópi hundaeigenda heldur einnig öllum hinum sem séu til fyrirmyndar og hirði upp eftir hunda sína.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is