Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2009 02:36

Iðnaðarráðherra hyggst ekkert gera fyrir Sementsverksmiðjuna

Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður beindi nýlega fyrirspurn til iðnaðarráðherra á Alþingi um málefni Sementsverksmiðjunnar. Spurði hann ráðherra í fyrsta lagi hver hafi verið niðurstaðan af athugun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra á málefnum Sementsverksmiðjunnar. Hins vegar spurði Einar Kristinn hvort ráðherra hyggðist beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til þess að tryggja rekstrargrundvöll verksmiðjunnar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra svaraði því til í gær að hún ásamt umhverfisráðherra hefði heimsótt Sementsverksmiðjuna í boði starfsmanna og stjórnenda þar. Þá upplýsti hún að ekki stæði til að stjórnvöld gripu til neinna sértækra aðgerða til að tryggja rekstrargrundvöll verksmiðjunnar fremur en annarra fyrirtækja í byggingariðnaði sem glímdu við erfiðleika í dag í kjölfar efnahagssamdráttar.

“Í umræðunum á Alþingi kallaði ég þetta blekkingarleik og sagði að heimsókn ráðherranna í Sementsverksmiðjuna hefði greinilega verið eins konar kurteisisheimsókn. Fyrst eru byggðar upp væntingar með því að málið er tekið upp í ríkisstjórn, sérstakri nefnd falið að fara yfir málið og skila síðan niðurstöðum. Nú er niðurstaðan fengin. Ekki á að gera neitt. Iðnaðarráðherra svaraði heldur engu því sem ég sagði um skattlagningu á verksmiðjuna sem blasir við í fjárlagafrumvarpinu með orku- og kolefnissköttum. Í samtölum mínum við Gunnar Sigurðsson forstjóra verksmiðjunnar hefur hann upplýst að þessi aukna skattlagning geti numið um 160 milljónum króna á ári fyrir Sementsverksmiðjuna en það svarar til um 10% af veltu fyrirtækisins. Það sér hver sem vill að sú skattlagning er náttúrlega út úr kortinu og til þess eins að skattleggja fyrirtækið út af markaði,” sagði Einar Kristinn í samtali við Skessuhorn.

 

Þess má að lokum geta að nú hefur verið slökkt á ofni verksmiðjunnar á Akranesi og starfsmenn farnir í hálft starf fram í mars. Ekki er gert ráð fyrir að kveikja upp í ofninum fyrr en þá, eða þegar eftirspurn eftir sementi gefur tilefni til.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is