Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2009 08:03

Búið að gefa út skertan síldarkvóta

Síldveiðiskip við sker á Breiðafirði. Ljósm. sig.
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til 40.000 tonna kvóta fyrir íslenska sumargotssíld á þessu fiskveiðiári. Jafnframt leggur stofnunin til að veiðunum verði stýrt þannig að tryggt verði að sýnataka dreifist yfir hefðbundinn vertíðartíma svo hægt verði að fylgjast náið með þróun sýkingar í stofninum. Stofnunin ákvað í júní í sumar að fresta því að gera tillögu um aflamark fyrir íslenska sumargotssíld þar til frekari niðurstöður lægju fyrir um sýkingarhlutfall í stofninum. Vegna óvissu um afkomu stofnsins í ljósi sýkingar var jafnframt farið til bergmálsmælingar í lok október síðastliðnum. Þá mældist nokkru meira af síld en við bergmálsmælingu síðasta vetur. “Athuganir á sýkingu vegna sníkjudýrsins Ichthyophonus hoferi á síðustu dögum hafa leitt í ljós að sýkingarhlutfall í stofninum er hærra nú en á síðustu vertíð eða rúmlega 40%,” segir í frétt Hafró.

Þá segir að óvissa í bergmálsmælingum og stofnmati sé töluverð en þar til viðbótar bætist óvissa um afdrif stofnsins af völdum sýkingar. Gert er ráð fyrir að allur sýktur fiskur drepist að nokkrum mánuðum liðnum frá því hann smitast. Þannig eru líkur á að rúm 40% alls veiðistofnsins muni drepast af völdum sýkingarinnar fram að hrygningu 2010.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is