Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2009 09:02

Verulegur niðurskurður til framhaldsskóla

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010 sem nú liggur fyrir Alþingi birtist niðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla með þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að framlög lækki frá fjárlögum yfirstandandi árs um tæplega 850 m.kr. Lagt er til að þessum niðurskurði verði mætt með því að fella alveg niður nám nemenda í 10. bekk grunnskóla í framhaldsskólum og að draga úr fjarnámi og kvöldskólanámi um helming.

Í öðru lagi er gerð tillaga um að skólarnir fái aðeins 60% af reiknuðu framlagi samkvæmt reiknilíkani framhaldsskóla vegna fjölgunar í skólunum um 350 ársnemendur í forgangshópum. Frumvarpið skilgreinir nemendur á fræðsluskyldualdrinum 16 – 18 ára og fatlaða nemendur sem forgangshópa í námi framhaldsskóla.

Í þriðja lagi er gert ráð fyrir innbyrðis tilfærslum á fjárframlögum milli skólanna sem nema samtals 620 m.kr. Ástæður þessara millifærslna eru breytingar á samsetningu náms í einstökum skólum og breytingar á reglum við útreikninga vegna sérkennsluáfanga og húsaleigu skólanna. Þessar fyrirhuguðu tilfærslur koma m.a. sérstaklega illa við skóla sem búa við þröngan húsakost.

 

“Þessi mikli niðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla er sérstakt áhyggjuefni þar sem þeim hefur í mörg ár verið skorinn mjög þröngur stakkur í rekstri. Því verður að telja hættu á að skólarnir geti ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum við nemendur, hvorki í forgangshópum né almennt, ef fyrirfram er ákveðið að greiða ekki nauðsynlegan viðurkenndan kostnað af námsvist þeirra. Stjórn Félags framhaldsskólakennara leggur fast að ráðherrum, fjárlaganefnd, menntamálanefnd og öllum þingmönnum að sjá til þess að framhaldsskólar fái nauðsynlegt fjármagn til að sinna lögbundnum skyldum við nemendur í þeim erfiðu aðstæðum sem eru framundan. Niðurskurður má ekki bitna á þeim sem síst mega við því, efnahagslega og félagslega,” segir í ályktun Félags framhaldsskólakennara.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is