Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2009 09:47

Jóla Jökulbjór kominn á markað

Gissur á krananum.
Þann 1. október síðastliðinn var liðið eitt ár síðan bjóverksmiðjan Mjöður í Stykkishólmi hóf sölu á framleiðslunni. “Á árs afmælinu náðum við þeim áfanga að komast með okkar vörur í 38 útibú ÁTVR af 50. Það virðist taka nokkurn tíma fyrir nýja framleiðendur að komast inn á markaðinn, en nú erum við þokkalega bjartsýn eftir að þeim áfanga er náð,” segir Gissur Tryggvason framkvæmdastjóri Mjaðar. Hann segir að allt rekstrarumhverfi fyrirtækja hafi breyst mikið á liðnu ári.  Starfsfólk Mjaðar hefur nú lokið við að tappa Jóla Jökulbjórnum á 30 þúsund flöskur og fer hann í öll útibú til sölu líkt og vaninn er með sérflokkabjór. Jóla Jökull er 6% að styrkleika og rauðbrúnn að lit. Síðastliðinn fimmtudag var Gissur og eiginkona hans Ragnheiður Axelsdóttir að kynna bjórinn á vetrarfagnaði í Borgarnesi og var augljóst að þessi nýjasta framleiðsla úr Hólminum rann ljúflega ofan í Borgfirðinga. 

Gissur segir að nú starfi fjórir til fimm við verksmiðjuna í Stykkishólmi. Sífellt sé verið að vinna í markaðsmálum og þá sé töluvert spurt um bjór frá Miði með útflutning í huga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is