Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2009 01:41

Snarpar hraðahindranir

„Þetta er stórvarasamt og getur valdið verulegum skemmdum á bílum ef menn stoppa ekki hreinlega við þessar hraðahindranir og fara síðan gætilega yfir þær,” sagði íbúi í Flatahverfi á Akranesi sem oft á leið um götuna Ketilsflöt en þar var nýlega komið fyrir tveimur snörpum hraðahindrunum úr stáli við tvær gangbrautir skammt frá leikskólanum Akraseli. „Það hljóta að vera til mýkri hraðahindranir en þetta og svo hefði verið betra að setja upp þrengingu þarna ef draga á úr hraða,” sagði hann og bætti við að þetta yrði bara til þess að umferðin flyttist að stórum hluta af Ketilsflöt yfir á Þormóðsflöt en sú gata væri ekki gerð til þess að taka við eins mikilli umferð og Ketilsflötin. „Ég er viss um að þeir sem leið eiga á golfvöllinn vilja frekar fara Þormóðsflötina núna en Ketilsflötina til að losna við þessa hörmung,” sagði þessi Skagamaður.

 

 

Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri skipulags- og umhverfisstofu Akraneskaupstaðar segir þessar hraðahindranir hafa verið settar upp af illri nauðsyn í kjölfar hraðamælinga sem gerðar voru við götuna. „Þá kom í ljós að yfir helmingur ökumanna sem fór þarna um ók of hratt. Helst hefðum við viljað sjá þarna handstýrð umferðarljós en ekki þótti fært að setja þau upp núna vegna þess hve dýr þau eru. Þá hefði komið til greina að setja hellulagðan upphækkaðan ramp en hann er mun dýrari en þessi lausn sem varð ofan á. Það verður svo að koma í ljós hvort þetta verður áfram eða ekki, það er lítið mál að taka þessar hindranir upp aftur en bæjarráð taldi þetta skásta kostinn í stöðunni. Ég held að þrenging hefði ekki hægt á umferð þarna. Umferðin er ekki mikil svo menn hefðu haldið sama hraða í gegnum þrengingu. Þarna er leikskóli en hann er vel varinn og með góðum bílastæðum. Það er hins vegar umferð skólabarna til og frá Grundaskóla yfir þessa götu sem við höfum meiri áhyggjur af,” sagði Þorvaldur. Hann sagði Þormóðsflöt í sjálfu sér geta tekið við meiri umferð og sú gata væri þannig hönnuð að þar yrði aldrei ekið hratt um þannig að allt í lagi væri þótt einhver umferð flyttist af Ketilsflöt þangað yfir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is