Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2009 01:02

Staðinn verði vörður um háskóla landsbyggðarinnar

Frá háskólaþorpinu á Bifröst.
Háskólaráð Borgarfjarðar hefur sent frá sér ályktun þar sem það áréttar mikilvægi menntunar og rannsóknarstarfs sem mótvægisaðgerð við efnahagslegum samdrætti og atvinnuleysi.

“Háskólastofnanir landsins gegna lykilhlutverki í nýsköpun og við að móta atvinnulíf framtíðarinnar.  Brýnt er að skýr stefna ríki í málefnum háskólastofnana af hálfu stjórnvalda. Háskólastofnanir á landsbyggðinni eru burðarásar í atvinnulífi sinna héraða. Jafnframt er samkeppnisstaða þeirra og möguleikar til að þróa og efla starf sitt mjög háð þjónustu viðkomandi sveitarfélaga hvað varðar m.a. leikskóla og grunnskóla.  Þá eru háskólastofnanir á landsbyggðinni í mörgum tilfellum að annast uppbyggingu og rekstur grunnþjónustu þar sem hana skortir ella s.s. rekstur nemendaíbúða. 

Við núverandi efnahagskreppu sem ekki veldur einungis samdrætti í tekjum háskólastofnana heldur hefur einnig leitt til alvarlegs fjárhagsvanda sveitarfélaga er óhjákvæmilegt að stjórnvöld taki málefni háskólastofnana á landsbyggðinni til sérstakrar skoðunar og móti stefnu í málefnum þeirra.  Þannig má teljast eðlilegt að við úthlutun fjárveitinga til þessara stofnana sé tekið tillit til þess aukakostnaðar sem þær bera vegna þátttöku í rekstri grunnþjónustu.  Í öðru lagi að möguleikar sveitarfélaga til að byggja upp þjónustu við háskólaþorp séu auknir, m.a. með þátttöku jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is