Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2009 10:01

„Það verður að sýna metnað svo hlutirnir gangi“

Einn aðalkosturinn við að búa úti á landsbyggðinni er að margra mati sá að þar hefur hver einstaklingur miklu stærra hlutverki að gegna en í borgarsamfélaginu. Þannig getur ein virk fjölskylda sem bætist við lítið samfélag úti á landi haft heilmikið að segja fyrir viðkomandi byggðarlag. Hann Sigurður Scheving hefur samt áreiðanlega ekki verið að velta þessum hlutum fyrir sér þegar hann réði sig til starfa hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur upp úr miðjum sjötta áratug liðinnar aldar. Flutti svo í kjölfarið með fjölskyldu sína vestur frá Reykjavík. Það var að minnsta kosti einn úr þessari fjölskyldu sem hafði mikil áhrif á samfélagið í Ólafsvík. Gylfi Scheving hefur alveg frá því hann kom til Ólafsvíkur á árinu 1958 sett mark sitt á íþróttastarfið í Ólafsvík, sérstaklega knattspyrnuna. Af mörgum hefur hann verið kallaður faðir fótboltans í Ólafsvík.

Margur fótboltamaðurinn hefur þar alist upp undir handleiðslu Gylfa. Til eru dæmi um að í afmælum þessara drengja hafi það verið haft á orði að uppeldið hafi þeir fengið mest og best hjá Gylfa og mæðrum sínum. Gylfi og kona hans Jóhanna Hjelm hafa síðan komið öflug að íþrótta- og afþreyingarmálum í vel rúman áratug með rekstri líkamsræktarstöðvarinnar Sólarsports.

 

Sjá viðtal við Gylfa Scheving í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is