Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2009 04:01

Fékk tölvu að gjöf frá Lionsklúbbunum

Þeir eru áreiðanlega fáir sem hafa orðið jafnglaðir að fá gjöf og Torfi Lárus Karlsson nemendi í 12 ára bekk Grunnskólans í Borgarnesi varð í dag. Torfi brosti út að eyrum þegar fulltrúar Lionsklúbbanna í Borgarnesi komu inn í skólastofuna um hádegisbilið og gáfu honum tölvu. Torfi á við fötlun að stríða og valdi lionsfólkið í samvinnu við starfsmenn tölvuþjónustunnar Omnis tölvu sem á að henta honum vel, ekki síst við nám.

Þórður Sigurðsson formaður Lionsklúbbs Borgarness afhenti gjöfina fyrir hönd klúbbanna. Sagði Þórður við þetta tækifæri að það væri einkunnarorð lionsfólks að leggja öðrum lið og með gjöfinni væri það að leggja Torfa lið. Jóhanna Möller formaður Lionsklúbbsins Öglu sagði að Omnis hefði hjálpað lionsfólkinu með að fá tölvuna á góðu verði.

„Annars hefðum við kannski bara getað gefið þér venjulega borðtölvu Torfi,“ sagði Jóhanna. „Það er nú bölvað drasl,“ sagði Torfi kátur í bragi og uppskar hlátur viðstaddra, enda nýbúinn að skoða og dást að nýju tölvunni.

 

Í samtali við Skessuhorns sagðist Torfi vera ofsalega ánægður með tölvuna og þakklátur fyrir gjöfina. „Mig hlakkar til að fara að nota tölvuna í skólanum,“ sagði Torfi að endingu.

 

Á myndinni er Torfi Lárus búinn að fá tölvuna góðu. Sigurbjörg Ólafsdóttir móðir hans er lengst til hægri, þá Þórður Sigurðsson, Jóhanna Möller og Ómar Örn Ragnarsson verslunarstjóri Omnis í Borgarnesi sem stóð að gjöfinni með lionsfólkinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is