Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2009 01:02

Rótarýklúbburinn styrkti Mæðrastyrksnefnd myndarlega

Fundur Rótarýklúbbs Akranes miðvikudaginn 11. nóvember síðastliðinn var sögulegur fundur því hann var jafnframt 3000. fund klúbbsins frá upphafi í óslitinni 62 ára sögu hans.  Í tilefni af því voru félagar klúbbsins sammála um að standa fyrir góðu verki til að halda upp á tímamótin.  Stjórn ákvað því að styðja við samfélagið á Akranesi á þessum erfiðu tímum með því að styrkja starf Mæðrastyrksnefndarinnar á Akranesi.  Á fundinum tók Aníta Gunnarsdóttir, fulltrúi nefndarinnar, við styrk upp á 300 þúsund krónur frá klúbbnum.  Í þakkarræðu sinni sagði Aníta frá þeirri miklu þörf sem er á fjárhagslegum stuðningi til fjölskyldna á Akranesi sem búa við kröpp kjör nú um stundir.  Í fyrra tóku um 130 fjölskyldur á Akranesi við styrkjum frá Mæðrastyrksnefndinni á Akranesi og bjóst Aníta við að jafnvel fleiri fjölskyldur þyrftu á aðstoð að halda í ár.

Nánar verður sagt frá fundinum í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is