Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2009 03:03

Þjóðfundurinn er á morgun

Á morgun, laugardaginn 14. nóvember, verður einstakur viðburður í Laugardalshöll í Reykjavík. Þá verður þjóðfundurinn haldinn, sem í kynningum og fréttum að undanförnu hefur oft verið líkt við mauraþúfuna. Þjóðfundinum er ætlað að verða vettvangur til að ná samstöðu um það sem þjóðinni er til heilla. Fyrri hluti fundarins er helgaður spurningunni: Hvaða lífsgildi viljum við hafa að leiðarljósi við þróun samfélagsins og hvernig viljum við hafa Ísland framtíðarinnar? Síðari hlutinn fjallar um á hvaða meginstoðum þessi framtíðarsýn á að hvíla.

Á fundinn á morgun er stefnt marktæku úrtaki þjóðarinnar, 1500 manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, til að leita nýrra lausna og nýrra samstöðu. Markmið þeirra sem standa að viðburðinum er að virkja sameiginlegt innsæi og vitund almennings og hlusta eftir visku þjóðarinnar.

Í tilkynningu vegna þjóðfundarins segir að hann sé ekki hefðbundinn umræðufundur í ætt við pólitíska fundi eða borgarafundi. Þess í stað er þátttakendum skipt í hópa sem starfa saman. Umræðustjórar eiga að tryggja jafnræði í umræðum. Á þjóðfundinn hafa valist 1200 manns með slembiúrtaki og 300 fulltrúar fjölmargra stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka til að tryggja að anda og niðurstöðum fundarins verði fylgt eftir. Bein útsending frá fundinum verður á slóðinni www.thjodfundur2009.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is