Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2009 11:39

Skagamenn lágu fyrir Haukum

Skagamenn máttu þola 63:79 tap fyrir Haukum í körfunni, en leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum í gærkveldi. Skagamenn hafa nú tapað öllum þremur heimaleikjum sínum í 1. deildinni í haust, en þeir unnu annan leikinn að heiman, gegn Hrunamönnum á Flúðum. Það var ekki til að bæta stöðu Skagamanna gegn Haukum, sem er eitt sterkasta lið deildarinnar, þegar Halldóri Gunnari Jónssyni lykilmanni í Skagaliðinu var vísað af velli snemma leiks. Halldór lenti þá í átökum við leikmann Hauka og missti stjórn á skapi sínu. Byrjunin hjá Skaganum var samt þokkaleg, aðeins fjórum stigum undir eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var slakari og var staðan í hálfleik 22:36 fyrir gestina.

Eins og oft áður léku Skagadrengir vel í þriðja leikhluta og voru komnir vel inn í leikinn með tölur eins 33:42. Leikhlutinn endaði í 49:54 fyrir Hauka og allt í járnum. Fjórði leikhluti var eign gestanna og þeir breyttu stöðunni úr 51:61 í 53:73. Skelfilegur kafli Skagaliðsins og nokkrir leikmenn í villuvandræðum. Leikurinn endaði síðan 63:79. Dagur Þórsson var drjúgur í Skagaliðinu með 12 stig og 7 fráköst. Hörður Nikulásson gerði 12 stig og tók 3 fráköst. Áskell Jónsson skoraði 10 stig og áttu 5 stoðsendingar, Sigurður Sigurðsson var með 8 stig og 10 fráköst. Trausti Jónsson gerði 7 stig, tók 4 fráköst og átti 3 stoðsendingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is