Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2009 10:02

Atvinnuleysi jókst á Vesturlandi

Atvinnuleysi á Vesturlandi jókst um 0,6 prósentustig í síðasta mánuði. Var í október 4,7% en 4,1% í mánuðinum á undan. Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í október, er atvinnuleysi áfram mest á Suðurnesjum 12,4%, þar næst á höfuðborgarsvæðinu 8,5%. Fæstir án vinnu eru á Norðurlandi vestra 2,2%, Vestfjörðum 2,5% og Austurlandi 2,8%. Atvinnuleysi á Suðurlandi er 4,6% eða svipað og á Vesturlandi, en talsvert undir meðaltali atvinnulausra á landsbyggðinni sem er 5,9% í mánuðunum. Næst meðaltalinu er Norðurland eystra með 6,1%.

Vesturland er meðal þeirra landssvæða sem atvinnleysi eykst hlutfallslega mest í síðasta mánuði. Fjöldi atvinnulausra á Vesturlandi í október samkvæmt skránni er 386, 190 karlar og 196 konur. Frá september til október fjölgaði atvinnlausum í landshlutanum um samtals 53. Karlar eru þar í meirihluta eða 38 og konurnar 15. Skýrist þessi fjölgun karla á atvinnuleysisskrá að hluta af því að starfshlutfall starfsmanna Sementsverksmiðjunnar skertist um helming og þurftu því að skrá sig atvinnulausa að hálfu í lok október.

 

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu í október var 7,6% af áætluðum mannafla, eða að meðaltali 12.682. Atvinnuleysi eykst um 0,4 prósentustig frá september til október eða um 537 á landinu öllu. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,9%, eða 3.106 einstaklingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is