Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2009 01:02

Grundfirðingar mótmæla skatti á farþega skemmtiferðaskipa

Bæjarstjórn Grundarfjarðar tók á fundi sínum sl. fimmtudagskvöld undir ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands frá því fyrr í mánuðinum, þar sem harðlega er mótmælt hugmyndum um upptöku skatts á farþega skemmtiferðaskipa og tvöföldun vitagjalds. „Á undanförnum árum hefur Grundarfjarðarhöfn lagt í umtalsverða markaðssetningu á höfninni til að laða að aukinn fjölda skemmtiferðaskipa. Áform stjórnvalda geta, ef af verða, kippt grunninum undan þessari starfsemi og hleypt fjárfestingu heimamanna í innviðum hafnarinnar og markaðssetningu í uppnám,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Grundarfjarðar frá því í síðustu viku.

Í framhaldinu vísar bæjarstjórnin í ályktun stjórnar Hafnarsambandsins sem segist hafa skilning á þörf ríkissjóðs til frekari tekjuöflunar, en varar jafnframt við handahófskenndri skattlagningu af þessum toga. Ríkissjóður hafi notið góðs af öflugu markaðsstarfi ferðaþjónustuaðila við að fjölga komum skemmtiferðaskipa til Íslands og ekki þurft að leggja fram teljandi fjármuni í það verkefni. „Stjórn Hafnasambands Íslands hvetur ráðherra ríkisstjórnarinnar til að gæta hófs í nýrri skattlagningu af þessum toga og varar við afleiðingum óskynsamlegrar skattlagningar. Þá undrast stjórnin að á sama tíma og hafnir sem flestar standa afar höllum fæti fjárhagslega, eru hvattar til að gæta hófs í breytingum á gjaldskrám, þá gengur ríkissjóður fram í veigamiklum hækkunum skatta.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is