Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2009 10:55

Ásmundur er ný formaður Heimssýnar

Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi og bóndi á Lambeyrum í Laxárdal, er nýr formaður Heimssýnar. Ásmundur tekur við af fráfarandi formanni Ragnari Arnalds fv. alþingismanni og ráðherra. Heimssýn er hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Nýr formaður og stjórn var kosin á aðalfundi hreyfingarinnar í sal Þjóðminjasafnsins sl. sunnudag.  Á fundinum var gerð grein fyrir starfsemi samtakanna á liðnu starfsári og fjallað um næstu skref, en framundan eru aðildarviðræður um inngöngu í ESB og nýbúið að skipa samninganefnd. Líflegar umræður urðu á aðalfundinum. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Frosti Sigurjónsson lögfræðingur og Brynja Björg Halldórsdóttir, auk Ásmundar Einars Daðasonar og Ragnar Arnalds núverandi og fyrrverandi formanna. Félagar í Heimssýn eru tæplega 1800.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is