Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2009 04:05

FSN tekur þátt í fjarfundi með NASA

Í tilefni 40 ára afmælis tunglferðar Appollo 11 hefur Fjölbrautaskóli Snæfellinga verið valinn til þátttöku í APPOLLO 11 afmælishátíð NASA í Bandaríkjunum. Um þessar mundir heldur Nasa upp á að 40 ár eru liðin síðan maður steig í fyrsta skipti fæti á tunglið. Munu nemendur skólans taka þátt í gagnvirkri útsendingu með vísindamönnum NASA fimmtudaginn 19. nóvember kl. 18.00.  Þá mun skólinn tengjast Johnson Space Center í Houston, Texas – til að fræðast um tunglferðir, þjálfun geimfara og geimskot.  Nemendur munu jafnframt fá tækifæri til að leggja spurningar fyrir vísindamenn stöðvarinnar og kynnast aðstæðum þar. FSN er einn af fimm alþjóðlegum framhaldsskólum sem taka þátt í undirbúningi hátíðarinnar, með fræðslu um geimvísindi, samkeppni um myndverk og göngukeppni. Fróðleikur um geimferðir og stjarnvísindi eru ofarlega á dagskrá í aðdraganda afmælisins og kynningarefni verður til reiðu í náms- og kennslukerfi skólans.

Fimmtudaginn 19. nóvember verður haldið upp á afmælið með þekkingarmaraþoni og þemadegi. Þá verður venjubundið nám lagt til hliðar og munu nemendur í FSN starfa saman í hópum um einstök málefni sem tengjast geimnum og tunglinu. Verður farið í táknræna tunglgöngu þar sem gengin verður vegalengdin til tunglsins, þar sem hvert skref er tekið fyrir hverja mílu.  Eftir hádegi opnar skólinn dyr sínar fyrir gestum og gangandi sem vilja fræðast um geiminn og geimferðir. Síðdegis fær skólinn gesti í heimsókn sem kynna stjörnufræði, stjörnuskoðun og vísindarannsóknir sem tengjast geimferðum og geimvísindum.  Deginum lýkur með MORFÍS mælsku- og rökræðukeppni en það eru MH-ingar sem sækja FSN heim.

 

 

Dagskrá:

 

13.00 – 16.00

Þekkingarmaraþon nemenda og kennara í FSN – mismunandi viðfangsefni allan daginn um geimferðir, geimvísindi og áhrif þeirra á heimssýn og þekkingarþróun.  Skólinn verður opnaður fyrir gestum og gangandi eftir hádegi sem vilja kynna sér skólann og viðfangsefni dagsins.

 

16.15 – 17.00

Kynning frá Stjörnufræðifélagi Seltjarnarnessá stjörnuskoðunog stjörnufræði – í tilefni Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar 2009.  Sævar Helgi Bragason, formaður Störnufræðifélags Seltjarnarness, sækir FSN heim og kynnir stjörnufræði, stjörnuskoðun og fjallar um áfangastað Appollo 11 geimferðarinnar, Tunglið.

 

17.00 – 17.45

Netspjall við Bernharð Pálsson, Galatti prófessor í lífefnaverkfræði og læknisfræði við University of California, San Diego, um nám í raunvísindum og þátttöku hans i vísindarannsóknum með NASA, sem tengjast geimferðum og geimvísindum.

 

18.00 – 19.00

Afmælishátíð með NASA– gagnvirkur fundur með vísindamönnum Johnson  Space Centerí Bandaríkjunum, heimili og þjálfunarbúðir  geimfara og stjórnstöð geimferða.  Nemendur kynnast geimferðum og undirbúningi þeirra - og gefst tækifæri til að spyrja vísindamenn spurninga um geimferðir og geimvísindi.

 

19.00 – 19.45

Kvöldverður - Pizzupartý

 

20.00 – 22.00

MORFÍS– mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna

 

Birt með fyrirvara um breytingar

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is