Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2009 11:44

Aukin aðsókn að námi í frumatvinnugreinum

Bjarni Diðrik Sigurðsson brautarstjóri skógfræði og landgræðslubrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands segir greinilegt að áhugi á námi tengdu frumatvinnuvegunum og íslenska náttúru hafi aukist umtalsvert. Aðsókn að háskólanámi við LbhÍ í skógfræði og landgræðslufræðum, náttúru- og umhverfisfræðum, búvísindum, hestafræði og umhverfisskipulagi hefur aldrei verið meiri en nú í haust. Nú eru um 250 nemendur í háskólanámi á fimm námsbrautum við LbhÍ á Hvanneyri og um 100 nemendur til viðbótar í starfsmenntanámi á framhaldsskólastigi á Reykjum og Hvanneyri, þ.e.a.s. í skógtækni, garðyrkjugreinum, blómaskreytingum og búfræði. Um 30% allra nemenda við skólann eru í fjarnámi. Hlutfallslega flestir eru í fjarnámi við skógfræði og landgræðslubraut, eða 66% nemenda.

Bjarni Diðrik segir að alls séu nú 36 nemendur í námi sem tengist skógrækt og landgræðslufræðum við LbhÍ. Í skógtækni á Reykjum í Ölfusi eru fimm nemendur, í skógfræði og landgræðslubraut til BS gráðu eru 24 nemendur. Þá eru í framhaldsnámi á háskólastigi meistaranámi og doktorsnámi sjö nemendur. Væntanlega verða sex nemendur brautskráðir frá LbhÍ í vor með BS eða MS gráðu í skógfræði og einn nemandi, Magnea Magnúsdóttir, með BS í landgræðslufræðum, en Magnea er fyrsti nemandinn sem útskrifast með þá háskólagráðu á Íslandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is