Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2009 09:02

„Hringjum bara í sveitarstjórnarmennina“

Sigurborg Kr. Hannesdóttir.
Í fámennum sveitarfélögum þykir ekkert tiltökumál að taka upp símann og hringja í sveitarstjórnarmennina eða bæjarstjórann, ef íbúar vilja koma einhverju á framfæri.  Eða að nota tækifærið þegar þeir rekast á bæjarfulltrúa í versluninni eða heita pottinum.  Þessi nálægð milli stjórnvalds og íbúa hefur marga kosti, en líka galla.  Er alltaf víst að þessir sem hafa samband endurspegli vilja íbúa?  Ef sveitarstjórnarmenn hafa þessi skilaboð svo til hliðsjónar þegar tekin er ákvörðun um mál, þá er ekki gert grein fyrir því hvaða sjónarmið komu fram við vinnslu málsins eða hvernig var tekið tillit til þeirra.  Það vantar gegnsæi. 

Breytingar á lýðræðinu eru óumflýjanlegar og þær geta ekki orðið í aðra átt en þá að gefa almenningi kost á að taka þátt í ákvarðanatöku, oftar en í almennum sveitarstjórnarkosningum á fjögurra ára fresti.  Á næstu árum verða sameinuð sveitarfélög víða um land og þá hlýtur að vera nauðsynlegt að það verði að almennu verklagi í stjórnsýslunni að afla upplýsinga um vilja og þarfir íbúa. 

 

Verkefnið er ærið og það er líka spennandi.  Það er sérstaklega spennandi í fámennum sveitarfélögum sem geta nýtt þann styrk sem felst í nálægðinni.  

 

Næstkomandi laugardag býður ILDI, þjónusta og ráðgjöf, til morgunfundar í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði um virkara lýðræði í sveitarfélögum.  Fundurinn er haldinn í tilefni af Alþjóðlegri athafnaviku, sem stendur 16. – 22. nóvember. 

Á fundinum flytur Sigurborg Kr Hannesdóttir, MSc erindi undir yfirskriftinni „Hringjum bara í sveitarstjórnarmennina“.  Sigurborg hefur sérhæft sig í faglegum aðferðum við þátttöku almennings og starfað á þessu sviði undanfarin níu ár.  Á eftir verða almennar umræður.  Fundurinn er öllum opinn og boðið verður upp á morgunkaffi og rúnstykki.  Nánari upplýsingar er að finna á www.ildi.is .

-fréttatilk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is