Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2009 03:02

Ný sagnabók frá Braga Þórðar

Uppheimar hafa sent frá sér bókina Sporaslóð eftir Braga Þórðarson. Þetta er 17. bókin sem Bragi skrifar, en bækur hans um íslenskt þjóðlíf á fyrri tíð hafa notið mikilla vinsælda. Bragi sagði í samtali við Skessuhorn vegna útgáfu bókarinnar að ennþá eigi hann efni í fórum sínum, enda sinni hann skrifum nær daglega. Sporaslóð hefur að geyma safn frásagna af atburðum og fólki sem setti mark á þjóðlífið fyrrum. Bragi segir að margar frásagnirnar hafa verið ritaðar á löngum tíma og tilefni skrifanna séu stundum tilviljanir. Þannig hafi hann fyrir slysni uppgötvað söguna um köttinn á Hraunsefni þegar honum og konunni var boðið til veislu þangað um það leyti sem ferðaþjónustan var opnuð þar. Kötturinn á Hraunsnefi þótti svo góður til áheita að hann varð auðugasti köttur sem um getur.

Segja má að ,,Kattarsjóðurinn” hafi verið fyrsti sparisjóður í Mýrasýslu.

 

Efni bókarinnar Sporaslóð er fjölbreytt eins og þessi dæmi sýna: Ó, komdu og höndlaðu Herrann. Fátæk stúlka af Skaganum varð ein fyrsta konan sem gekk í Hjálpræðisherinn. Gvendur í Halakoti var annálaður drykkjusvoli, en eftirsóttur skútukarl vegna hreysti og dugnaðar. Vitavörðurinn á Breiðinni var vinsæll sagnamaður sem krítaði liðugt. Í bókinni er sagt er frá samskiptum íslenskra fiskimanna á árabátum við breska togara sem rændu fiskimiðin. Einnig frásögn björgunarsveitarmanna sem lögðu sig í  lífshættu í aftakaveðri við björgun áhafnar franska rannsóknaskipsins Pourquoi pas?  Sporaslóð er 223 blaðsíður. Í bókinni er fjöldi ljósmynda sem tengjast efninu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is