Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2009 01:13

Útibúum Nýja Kaupþings fækkað um þrjú

Nýi Kaupþing banki hefur ákveðið að loka þremur útibúum á landsbyggðinni og sameina þau öðrum. Þetta eru útibúin á Akranesi sem sameinað verður Mosfellsútibúi, í Reykjanesbæ sem sameinað verður Hafnarfirði og á Hofsósi sem sameinað verður Sauðárkróksútibúinu. Þá hefur einnig verið ákveðið að stytta afgreiðslutíma þriggja landsbyggðarútibúa þannig að þau verði opin frá klukkan 12:30 til 16. Þetta eru útibúin í Grundarfirði, Vík og Kirkjubæjarklaustri. Útibúi Nýja Kaupþings á Akranesi verður lokað 7. desember næstkomandi. Búið er að skrifa viðskiptavinum þess bréf þar sem þeim er boðið að færa viðskipti sín í Mosfellsbæ eða í Borgarnes. Hjá útibúi Nýja Kaupþings á Akranesi starfa tíu manns og hefur þeim öllum verið boðið starf hjá bankanum, flestum í Mosfellsbæ, en einnig í Borgarnesi og í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík þangað sem Svanborg Þórdís Frostadóttir útibússtjóri fer til starfa.

Samkvæmt heimildum Skessuhorns er ástæða þessara breytinga sú að verið er að hagræða í rekstri bankans. Þarna sé verið að fella út starfsstöðvar sem hafa ekki haft markaðsráðandi stöðu á fyrrgreindum stöðum. Þá er einnig horft til þess að íbúar þessara staða hafa góðan aðgang að öðrum bankastofnunum og jafnfram stutt fyrir þá að sækja útibú í nágrannasveitarfélögum.

 

"Starfsfólk okkar fær vinnu í Mosfellsbæ og í Borgarnesi og þar geta viðskiptamenn okkar verið í sambandi við kunnugleg andlit úr útibúi okkar," sagði Svanborg Þórdís Frostadóttir í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is