Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2009 07:20

Grundfirskar kvenfélagskonur í ferð

Síðastliðinn laugardasg lögðu kvenfélagskonur úr kvenfélaginu Gleym mér ei í Grundarfirði upp í kynnis- og skoðunarferð í Borgarfjörð. Þær höfðu meðal annars mælt sér mót við Kvenfélag Hvítársíðu sem bauð upp á súpu að hætti Ungverja í félagsheimilinu Brúarási. “Þar áttu konur notalega stund saman og sögðu frá starfinu hvorar í sínu félagi. Kom þar í ljós, sem þó var áður vitað, hve kvenfélögin eru mikilvæg í hverju samfélagi og störf þeirra margvísleg. Í gegnum tíðina hafa margskonar félagsmál og viðburðir verið bornir uppi af kvenfélögunum og skilað úrbótum á mörgum sviðum innan hvers samfélags. Þessi stund leið fljótt og auðfundið var að margt er konum sameiginlegt hvort sem er til sjávar eða sveita.

Kvenfélagskonur í Grundarfirði þakka fyrir hlýlegar móttökur og ljúfa leiðsögn um fagra sveit. Komið var heim í stjörnubjörtu myrkri eftir góðan málsverð á einu af veitingahúsum héraðsins,” segir í tilkynningu sem Sunna Njálsdóttir, kvenfélagskona í Gleim mér ei ritaði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is