Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2009 08:03

Grundfirðingar segja rányrkju stundaða á sæbjúgnamiðum

Hannes Andrésson SH, bátur Reykofnsins.
Í Grundarfirði hefur frá árinu 2003 verið starfrækt fullvinnsla á sæbjúga. Síðustu árin hafa árlega verið seldar fullunnar afurðir úr 800-1000 tonnum á markaði í Kína, Kóreu og Singapore. Kári Ólafsson, framkvæmdarstjóri hjá Reykofninum í Grundarfirði, segir að fyrirtækið hafa staðið að öllum rannsóknum á sæbjúgnastofninum hér við land og stefnt á fullvinnslu afurða. Það gerðist síðan fyrir um ári að sjávarútvegsráðuneytið heimilaði öðrum veiði á stærsta veiðisvæðinu. Afleiðingarnar eru þær að nú er búið að loka því veiðisvæði á Faxaflóa sem Hafró gaf út að þyldi um 800 tonna ársveiði. Kári telur að Sandgerðingar sem eru komnar á veiðarnar og flytja vöruna frysta og óunna til Kína stundi rányrkju á miðunum.

„Við höfum alltaf litið á miðin sem eins konar eldiskví sem þarf að vernda. Við erum mjög óhressir með að öðrum hafi verið hleypt á veiðarnar í fyrra. Þegar Sandgerðingarnir voru búnir að moka upp af svæðinu í Faxaflóa þá eltu þeir okkur á annað svæði í flóanum sem við vorum búnir að kosta miklu til að finna.

Nánar er sagt frá málinu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is