Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2009 12:02

Forseti bæjarstjórnar óhress með útibúslokun Nýja Kaupþings

Útibúinu verður lokað 7. desember.
Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akraness segist harma þá ákvörðun stjórnar Nýja Kaupþings banka að loka útibúi sínu á Akranesi 7. desember nk. “Ég er mjög óhress með þetta og finnst þessi tíðindi frá bankanum koma sem þruma úr heiðskýru lofti nú þegar síst skyldi. Þessi tíðinda fara illa í heimamenn og það er slæmt að missa þessi starfsemi héðan úr bænum. Þó að afgreiðslufólki í bankanum bjóðist störf í öðrum útibúum þá tapast við þetta tengd störf og ýmis þjónusta sem bankinn hefur keypt. Það hefði að mínu áliti verið nær að flytja Mosfellsbæjarútibúið hingað á Akranes. Þessi ákvörðun er í takti við ákvarðanir stjórnvalda að undanförnu um samdrátt í opinberri þjónustu á landsbyggðinni. 

Nýi Kaupþing er rétt eins og hinir bankarnir í eigu ríkisins og því eru þetta mjög kaldar kveðjur til þeirra viðskiptavina bankans sem hafa verið í áratugi. Það hlýtur að hafa mátt hagræða með öðrum hætti,” segir Gunnar.

 

Hann segir Kaupþing hafa verið einn stærsti bakhjarl íþróttahreyfingarinnar á Akranesi í gegnum tíðina eða allt frá því Búnaðarbankinn yfirtók Samvinnubankann fyrir hartnær tveimur áratugum síðan. "Þetta er því skaði fyrir ÍA og íþróttahreyfinguna á Akranesi," segir Gunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is