Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2009 01:33

Skorað á þingmenn að skerða ekki framlög til SÁÁ

Í dagblöðunum í dag birtast auglýsingar þar sem fjöldi þjóðþekktra einstaklinga skrifa undir áskorun til þingmanna um að skerða ekki framlög til áfengismeðferðar SÁÁ. Meðal þeirra sem rita undir yfirlýsinguna eru Vigdís Finnbogadóttir fv forseti Íslands og Ólafur Ólafsson fv landlæknir. Á vef SÁÁ er áskorunin og þar getur fólk ritað nöfn sín undir. Þótt söfnunin hafi ekki hafist formlega fyrr en í morgun hafa nú þegar um 4.500 manns ritað nöfn sín undir áskorunina. "Við erum að skora á þingmenn að sinna því verki að forgangsraða niðurskurðinum þannig að þeim sé helst hlíft sem minnst mega sín,” segir Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ. “Þessi yfirlýsing snýst því ekki aðeins um starfsemi SÁÁ, heldur hvernig við ætlum að vernda mennsku okkar á erfiðum tímum."

 

 

 

Áskorunin er þessi:

 

“Kæru alþingismenn

 

Þegar kreppir að þurfum við Íslendingar að standa vörð um það sem er nauðsynlegt og dýrmætt. Við verðum að huga sérstaklega að þeim sem eru vanmáttugir og eiga erfitt með að gæta réttar síns. Við skorum á ykkur að sýna dug og forgangsraða verkefnum með þetta í huga. Við skorum á ykkur að hætta við niðurskurð hjá SÁÁ.

Við biðjum ykkur að vernda börn áfengis- og vímuefnasjúklinga og rétta mikið veikum og þurfandi sjúklingum hjálparhönd með því að tryggja þeim góða meðferð og betri framtíð.

Við skorum á ykkur að huga sérstaklega að unga fólkinu sem þarf að komast á unglingadeildina á Vogi. Minnist þess að því fyrr sem veikt ungt fólk kemst til meðferðar því mun meiri eru batahorfurnar.

Fyrirhugaður niðurskurður mun ekki lækka kostnað. Hann mun þvert á móti auka útgjöld ríkis og sveitarfélaga og íþyngja velferðarkerfinu. Niðurskurðurinn mun aðeins auka á kvöl og lífshættu áfengis- og vímuefnasjúklinga.

Við skorum á ykkur að varðveita og styrkja starf SÁÁ og hjálpa með því alkóhólistum og fjölskyldum þeirra.”

Þeir sem vilja skrifa undir þetta geta gert það á vef SÁÁ ýti HÉR

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is