Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2009 04:02

Dregið verður úr vetrarþjónustu Vegagerðarinnar

Reglur um vetrarþjónustu á vegum hér á landi mun breytast á næsta ári. Þjónustan verður óbreytt til áramóta, en að sögn Vegagerðarinnar þykir nauðsynlegt er að draga eitthvað úr vetrarþjónustunni árið 2010. Í tilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á það við þessar breytingar að tryggja umferðaröryggi sem best en þjónustan verður svipuð og hún var árið 2006. “Þjónustudögum á fáförnustu leiðunum verður fækkað og þjónustutími á lægri þjónustuflokkum styttur, mest um helgar. Stefnt er að 200 milljóna króna sparnaði.”

Nýjar snjómokstursreglur 2010 hafa verið samþykktar af samgönguráðherra. Samkvæmt þeim verður vetrarþjónustan að mestu leyti sú sama og hún var árið 2006. Breytingarnar á reglunum miða að því að tryggja umferðaröryggi svo sem kostur er. Samráð var haft við hagsmunaaðila um þessar breytingar, til dæmis flutningsaðila, sem komu með góðar hugmyndir um að mæta niðurskurðinum þannig að sem minnst áhrif yrðu á atvinnulífið í landinu.

Þjónustudögum verður fækkað á einstökum leiðum. Á fáfarnari langleiðum úr sjö dögum í sex (t.d. ferðir Baldurs og síðasti spottinn að Arnarstapa) en reynslan sýnir að umferð er í lágmarki á laugardögum. Á nokkrum öðrum leiðum þar sem þjónustudagar hafa verið færri en sjö verða þeir ýmist fimm (t.d. hluti Borgarfjarðarvegar) eða tveir (t.d. Skógarströnd og Laxárdalur að heiðinni).

Þjónusta á þremur umferðarminnstu fjallvegum landsins, þar sem val er um aðrar leiðir, verður felld undir G-reglu (Laxárdalsheiði og Breiðdalsheiði). Samkvæmt G-reglu er mokað tvisvar í viku, haust og vor, á meðan snjólétt er en ekki mokað frá 1. nóv. til 20. mars.

Vegagerðin hvetur að lokum vegfarendur til að kynna sér þessar breytingar sem best og með góðum fyrirvara. Vegagerðin mun kynna þær svo sem kostur er með aðstoð fjölmiðla og á heimasíðu Vegagerðarinnar. Upplýsingar um færð er einnig hægt að nálgast í síma 1777.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is