Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2009 03:37

Wipe out miklu erfiðara en búist var við

„Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í og þetta var miklu erfiðara en ég átti von á en það var engu að síður mjög gaman að taka þátt í þessu. Þarna hitti ég margt skemmtilegt fólk og það var mjög fallegt á þessum stöðum í Argentínu sem við fórum til. Buano Aires höfuðborgin er mjög falleg borg,“ segir Sunna Björk Skarphéðinsdóttir, 18 ára stúlka frá Grundarfirði sem tók þátt ásamt hópi Íslendinga í svokölluðu Wipe out í Argentínu í byrjun október. Þættir um íslenskt Wipe aut verða sýndir á Stöð tvö í vetur og byrja útsendingarnar í desember.

Wipe out er eins konar þrauta- og þolkeppni og eru þrautirnar þar mjög óhefðbundnar. „Þetta var rosalega erfitt, mikið púl,“ segir Sunna Björk. Hún hlær þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé haldin eins konar sjálfspíningarhvöt. „Nei, nei ég var bara búin að fara í nokkra „herþjálfunar tíma“ í Sólarsporti og svo er ég talsvert í blaki. Það er aðalíþróttin mín.“

Sunna Björk segir að þessir fimm dagar sem hópurinn dvaldi í Argentínu hafi verið mjög skemmtilegir, en alls voru það 120 manns frá Íslandi sem fór út vegna keppninnar. „Ferðin byrjaði reyndar á því að hótelherbergin sem við áttum að fá voru ekki til reiðu þegar við komum út, en við fengum bara herbergi á öðru hóteli. En annars var þetta frábært,“ segir Sunnar Björk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is