Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2009 12:28

Kaupþing verður Arion banki

Skipt hefur verið um nafn á Nýja Kaupþing banka sem hér eftir heitir Arion banki. Í tilkynningu frá bankanum segir að nýja nafnið sé sótt í grískar fornsögur og vísi m.a. til þrautseigju, samvinnu og endurkomu. Efnt var til samkeppni um nýtt nafn meðal starfsmanna bankans og var nafnið valið úr á þriðja hundrað tillögum. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hafa Kaupþingsmenn lengi velt fyrir sér nýju nafni. Skyldi það henta til notkunar bæði hér á landi sem erlendis. Á tímabili stóð til að bankinn héti Esja, en frá því var horfið. Þá kom nafnið Norice einnig til greina. Í tilkynningu frá bankanum nú segir að nýju nafni fylgi ný stefna og gildi. Séu leiðarljós bankans fagmennska, framsækni, umhyggja og tryggð þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Með nýjum áherslum sé verið að svara kröfum viðskiptavina og starfsmanna um breytingar í kjölfar endurskipulagningar bankans. Nýtt nafn muni auk þess koma í veg fyrir misskilning bæði í almennri umræðu og meðal innlendra og erlendra samstarfsaðila bankans.

„Við erum á vissan hátt að segja skilið við hið gamla og ætlum að takast á við þær áskoranir sem eru í samfélaginu af fullum krafti. Markmiðið er að byggja upp traustan, öflugan banka sem vinnur með og fyrir fólkið í landinu,” segir Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Arion banka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is