Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2009 09:30

Snæfellsliðið að sýna sitt rétta andlit

ÍR-ingar höfðu lítið að segja í Snæfellinga þegar Hólmarar sóttu þá heim í íþróttahús Kennaraháskólans á föstudagskvöldið. Snæfell yfirspilaði ÍR-inga og sigraði með 20 stiga mun 92:72. Hólmarar sýndu og sönnuðu með sigrinum að þeir eru komnir til að berjast á toppnum í deildinni í vetur.   Vörn og sókn Snæfellinga var markvissari en ÍR-ingar og leiddu gestirnir úr Hólminum 13:25 eftir fyrsta fjórðung. Annar helmingur var jafnari og í leikhléi var staðan 39:32 fyrir Snæfelli. Fljótlega í seinni hálfleiknum gerðu Snæfellingar út um leikinn og var staðan orðin í lok þriðja leikhluta 48:71. Lokatölur eins og áður segir 92:72.

Hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson gríðarlega atkvæðamikill með 24 stig og tók 7 fráköst. Emil Þór Jóhannsson var gríðalega drjúgur fyrir sína menn og skoraði 18 stig. Sean Burton fór í gang í seinni hálfleik og var með 15 stig og 8 stoðsendingar. Hlynur var allt í öðru í varnarleiknum, skoraði 14 stig og tók 14 fráköst. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon atkvæðamestur með 18 stig.

 

 

Í kvöld spilar Snæfell heimaleik gegn Tindastóli og hefst leikurinn klukkan 19:15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is