Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2009 01:34

Ráðherra hyggst sameina rannsóknarnefndir slysa

Í fyrirspurnatíma á Alþingi í síðustu viku svaraði Kristján L Möller samgönguráðherra fyrirspurn Einars Kr Guðfinnssonar alþingismanns um hvort til stæði að færa starfsemi rannsóknarnefndar sjóslysa frá Stykkishólmi í tengslum við boðaðar hugmyndir um sameiningu rannsóknarnefndar umferðarslysa, rannsóknarnefndar flugslysa og rannsóknarnefndar sjóslysa. Þá spurði Einar einnig hvort til greina kæmi að höfuðstöðvar hinnar nýju stofnunar verði utan höfuðborgarsvæðisins. Af svörum ráðherra mátti greina að rannsóknarnefnd sjóslysa verður flutt frá Stykkishólmi enda taldi hann einsýnt að mikið hagræði hlytist af að sameina þessar þrjár rannsóknarnefndir á einn stað á suðvesturhorninu.

“Við vitum að flest samgönguslys hér á landi eiga sér stað á suðvesturhluta landsins og því er eðlilegt að höfuðstöðvar rannsóknanefndar samgönguslysa verði staðsettar þar. Hér eru flest slysin,” sagði ráðherra.

 

Kristján Möller tók fram að til að tryggja að sú þekking sem er til staðar í núverandi rannsóknarnefndum glatist ekki, sem og að sem minnst rót verði á þeirri rannsóknarstarfsemi sem færist undir hina nýju rannsóknarnefnd, er í bráðabirgðaákvæði væntanlegs frumvarps kveðið á um að forstöðumönnum núverandi rannsóknarnefnda verði boðið starf rannsóknarstjóra hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. “Jafnframt skal öðrum starfsmönnum nefndanna boðið starf hjá hinni nýju nefnd,” sagði ráðherra. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is