Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2009 03:12

Bæjarstjórn formlega á móti sameiningu á Snæfellsnesi

Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar 17. nóvember sl. var tekið fyrir bréf frá Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ vegna sameiningarmála sveitarfélaga á Snæfellsnesi.  Á fundinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða bókun þar sem ótvírætt er fallið frá frekari viðræðum um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Þar segir meðal annars að það sé mat bæjarstjórnar Snæfellsbæjar að ekki sé rétt á þessum miklu óvissutímum í íslensku samfélagi að fara í formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi, þar sem slíkt myndi auka enn á óvissuna sem fyrir er. 

“Kjörtímabil núverandi bæjarstjórnar er að renna út og er það mat bæjarstjórnar að það sé nýrrar bæjarstjórnar að meta það eftir næstu sveitarstjórnarkosningar hvort rétt sé að stíga það skref er bæjarstjórn Grundarfjarðar leggur til.”  Þá er áréttað að samstarf sveitarfélaga á Snæfellsnesi er gott og náið og hefur samtakamáttur þeirra í mörgum málum verið til fyrirmyndar og samfélaginu til heilla, “og spurning hvort ekki sé rétt að skoða enn meira samstarf frekar.” Bæjarstjórn Snæfellsbæjar telur hins vegar að komi til frekari sameiningar sveitarfélaga á Vesturlandi á næstu árum, annað hvort með frjálsum kosningum eða tilskipun frá Alþingi, þá sé það eini raunhæfi sameiningakosturinn fyrir Snæfellinga að Snæfellsnesið verði eitt sveitarfélag.

Kristján Þórðarson fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn óskaði eftir því að bókað væri að hann væri samþykkur afgreiðslu þessa máls, en það hafi verið og sé enn sín sannfæring að stefnt skuli að sameiningu Snæfellsness í eitt öflugt sveitarfélag. “En til að fara út í sameiningarviðræður þurfi hugur að fylgja máli og það er mitt mat að sá hugur sé ekki til staðar hjá nógu mörgum sveitarstjórnamönnum á Nesinu til að fara lengra með málið að sinni,” segir Kristján.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is