Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2009 09:48

Endurbyggingu lokið á þriðja ofni Járnblendiverksmiðju Elkem

Mannvirki Járnblendi-verksmiðjunnar.
Ljósm. Mats.
Þessa dagana er verið að taka í notkun að nýju þriðja ofn Járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga, en endurbygging hans hefur staðið yfir síðustu sjö vikurnar eða frá því í byrjun október og hafa um 100 manns unnið við framkvæmdina síðustu sjö vikur. Einar Þorsteinsson forstjóri Elkem á Íslandi segir að af þessum sökum megi gera ráð fyrir að næstu dagana verði sýnileg vatnsgufa og reykur frá Járnblendiverksmiðjunni meiri en venjan er. Fyrstu vikuna er ofninn látinn ganga á litlu álagi til að hita, þurrka og baka fóðringuna áður en framleiðsla hefst á nýjan leik. Við endurbyggingu ofna í Járnblendiverksmiðjunni eru settir í þá nýjar fóðringar úr eldföstum steinum.

Einar segir að næstu vikuna geti því gætt nokkurrar mengun þó aðallega sjónmengunar, sérstaklega ef veður er stillt, en engar vísbendingar eru um að reykur af þessum völdum sé skaðlegur umhverfi verksmiðjunnar. Hann biður fólk að sýna þessu skilning og þolinmæði, en það gerist á 15 ára fresti að endurbyggja þurfi ofna verksmiðjunnar. Ofn eitt var endurbyggður í ársbyrjun í fyrra og væntanlega þarf að endurbyggja ofn tvö eftir fimm ár.

 

Í samtali við Skessuhorn sagði Einar að þrátt fyrir samdrátt og kreppu hafi verið ráðist í endurbyggingu ofnsins til að tryggja áframhaldandi rekstur hans. Um gríðarlega kostnaðarsama framkvæmd er að ræða, eða 900 milljónir króna.

 

Að sögn Einars er reyklosun verksmiðjunnar stýrt í samræmi við strangar reglur Evrópusambandsins og leggur móðurfélag verksmiðjunnar á Íslandi, Elkem AS, mikið af mörkum til vísinda- og þróunarstarfs. Grannt er fylgst með magni efna sem berast frá framleiðslunni í vatn, andrúmsloft og jörð. Er losun frá verksmiðjunni á Grundartanga að sögn Einars langt innan viðmiðunarmarka. Endurnýjun ofna, eins og ýmsir aðrir þættir starfseminnar, fara fram að viðhöfðu samráði við Umhverfisstofnun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is