Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2009 11:02

Afar góð afkoma Norðuráls í fyrra

Hagnaður af starfsemi álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga var 16 milljarðar króna á síðasta ári. Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá fyrirtækinu segir að síðasta ár hafi verið mjög gott í álframleiðslu. Álverð var í hámarki, að meðaltali tæplega 2600 dollarar tonnið, og fór ekki að falla fyrr en undir lok ársins. Þrátt fyrir að álverð hafi verið á uppleið síðustu mánuðina segir Ágúst að horfur séu á að reksturinn verði í járnum þetta árið. Meðalverð það sem af er ári er um 1600 dollarar eða rúmlega þriðjungi minna en á síðasta ári. Að sögn Ágústar er góð afkoma síðasta árs einnig vegna þess að búið er að byggja upp mikið eigið fé í fyrirtækinu og skuldir þess litlar.

Hagnaður undanfarinna ára hefur einvörðungu verið ráðstafað í fjárfestingu á vegum félagsins hér innanlands. Fyrst í stækkun verksmiðjunnar á Grundartanga og nú í uppbygginguna í Helguvík.

 

Í samtali við Skessuhorn sagði Ágúst að fjárfestingin á Grundartanga væri komin í 100 milljarða og það hafi verið gott að fá 16 milljarða út úr henni á síðasta ári. Þá var velta Norðuráls 47 milljarðar króna. Í daga starfa um 530 manns hjá Norðuráli á Grundartanga auk verktaka og afleiddra starfa á svæðinu og í nágrenni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is