Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2009 08:05

Snyrtistofa Jennýjar Lind í 20 ár

Jenný Lind Egilsdóttir.
„Ætli megi ekki segja um okkur konurnar að við séum þrautseigar. Að minnsta kosti erum við margar hér í Borgarnesi sem erum búnar að þrauka í sjálfstæðum rekstri í talsverðan tíma. Þetta hefur verið bæði súrt og sætt þennan tíma,“ segir Jenný Lind Egilsdóttir sem rekur samnefnda styrtistofu sem fagnar 20 ára afmæli núna 1. desember.  Aðspurð sagði Jenný að ekki stæði til neitt sérstakt vegna afmælisins umfram þau tilboð sem hafa verið í gangi að undanförnu. Hvort að nokkur bilbugur sé á henni núna á þessum tímamótum sagði hún: „Nei, þó það hafi hrikt aðeins í á þessu ári þá held ég áfram að þrauka. Ég kann ekkert annað.“

Jenný segir að aðal breytingin þessi 20 ár sé kannski sú að fólk líti orðið á snyrtingu sem heilsubótaratriði bæði andlega og líkamlega. „Svo er alltaf að verða meira um að karlmenn komi í snyrtingu. Sumir eru farnir að gera það að reglu að koma með vissu millibili og fá allan pakkann,“ segir Jenný Lind. Á snyrtistofu sinni býður hún meðal annars upp á andlitsmeðferðir, fótsnyrtingu og vaxmeðferðir. Það eru einmitt vaxmeðferðirnar sem karlmennirnir eru farnir að sækjast eftir í auknum mæli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is